Þöglir farþegar á hjara veraldar

Þann 14. mars frumsýnir Stúdentaleikhúsið glænýtt íslenskt leikrit. Þöglir farþegar fjallar um hóp fólks sem þarf að takast á við algjört raunveruleikahrun. Leiklistarfræðingurinn Snæbjörn Brynjarsson skrifaði verkið og leikstýrði. Umfjöllunarefnið sækir hann í íslenskan samtíma og tíðaranda. ,,Þetta er samt ekkert raunsæisverk” varar hann við. ,,Þetta eru mun drastískari aðstæður en hefðbundið stofudrama býður upp á. Þetta er séríslensk sýning”

Snæbjörn Brynjarsson útskrifaðist úr fræði og framkvæmd vorið 2008. Hann setti upp farandsýninguna Eyjuna strax um sumarið með leikhópnum Sýni. Hann skrifaði og lék í sýningunni Uppljómunin sem sýnd var síðast liðið haust á Artfart hátíðinni. Auk þess hefur hann unnið við leiklistarkennslu og skipulagningu á listahátíðum.

Sýningin ,,Þöglir farþegar” verður frumsýnd laugardaginn 14. mars kl 20:00 á Eyjaslóð út á Granda. Allar upplýsingar og miðasala Stúdentaleikhússins í síma: 867-6840 / FACEBOOK-Stúdentaleikhúsið.