Kastljósið

Umfjöllun um Stúdentaleikhúsið í Kastljósinu

Allt að verða vitlaust

Þar sem það er yfirbókað á báðar sýningarnar laugardaginn 28. mars verður önnur aukasýning miðvikudaginn 1. apríl.
Látið ykkur ekki vanta!

Aukasýning

Bætt hefur verið við aukasýningu á laugardaginn kl. 23 vegna aðsóknar - miðasala í síma 867-8640 eða á studentaleikhusid@gmail.com

Sýningar halda áfram

Troðfullt var á frumsýningunni á laugardaginn. Sýningin vakti lukku og við lá að lófaklappið rifi þakið af húsinu. (reynar í samvinnu við vindinn). Önnur sýning fór svo fram í gærkvöldi og var mítunni um lakar aðrar sýningar skotið ref fyrir rass. Það stefnir allt í fjölmenna og kröftuga sýningu á miðvikudaginn svo ekki láta ykkur vanta!

Frumsýningardagur

Því miður er uppbókað á sýninguna í kvöld en við bendum á hina sýningartímana okkar. ( til hægri á þessari síðu ).

Ávarp leikstjóra

Hver einasta leiksýning er lítill heimur sem kemur aldrei aftur sama hvað maður reynir að endurskapa hann.
Það sama má segja um okkar heim nema hvað tímaramminn er mun lengri.

Það sem er liðið hjá kemur aldrei aftur.
Í heimi án sólar er ekkert nýtt undir sólinni.

Segjum sem svo að lífið sé leiksýning.

Hvað skyldi okkur finnast að lokinni sýningu?
Var þetta skemmtileg upplifun?
Skelfileg? Leiðinleg? Dramatísk?
Myndum við vilja annan miða eða heimta endurgreiðslu?

Ef heimurinn myndi enda rúmri klukkustund eftir þessa sýningu stúdentaleikhússins?
Ef Reykjavík myndi sökkva í risavaxinni flóðbylgju?
Ef loftsteinn skylli á okkur?
Eða eldstormur sem bærist frá sólinni með hendi guðs?

Værum við sátt við okkar hlut?
Værum við ánægð eða óánægð?
Myndum við púa eða klappa fyrir verkinu?
Myndum við panta miða í næsta heim eða segja þetta gott í bili?

Ég vona að verkið hjálpi ykkur að finna bæði svör og góða skemmtun.

Snæbjörn Brynjarsson,

leiklistarmaður

Þöglir farþegar á hjara veraldar

Þann 14. mars frumsýnir Stúdentaleikhúsið glænýtt íslenskt leikrit. Þöglir farþegar fjallar um hóp fólks sem þarf að takast á við algjört raunveruleikahrun. Leiklistarfræðingurinn Snæbjörn Brynjarsson skrifaði verkið og leikstýrði. Umfjöllunarefnið sækir hann í íslenskan samtíma og tíðaranda. ,,Þetta er samt ekkert raunsæisverk” varar hann við. ,,Þetta eru mun drastískari aðstæður en hefðbundið stofudrama býður upp á. Þetta er séríslensk sýning”

Snæbjörn Brynjarsson útskrifaðist úr fræði og framkvæmd vorið 2008. Hann setti upp farandsýninguna Eyjuna strax um sumarið með leikhópnum Sýni. Hann skrifaði og lék í sýningunni Uppljómunin sem sýnd var síðast liðið haust á Artfart hátíðinni. Auk þess hefur hann unnið við leiklistarkennslu og skipulagningu á listahátíðum.

Sýningin ,,Þöglir farþegar” verður frumsýnd laugardaginn 14. mars kl 20:00 á Eyjaslóð út á Granda. Allar upplýsingar og miðasala Stúdentaleikhússins í síma: 867-6840 / FACEBOOK-Stúdentaleikhúsið.