Ávarp leikstjóra

Hver einasta leiksýning er lítill heimur sem kemur aldrei aftur sama hvað maður reynir að endurskapa hann.
Það sama má segja um okkar heim nema hvað tímaramminn er mun lengri.

Það sem er liðið hjá kemur aldrei aftur.
Í heimi án sólar er ekkert nýtt undir sólinni.

Segjum sem svo að lífið sé leiksýning.

Hvað skyldi okkur finnast að lokinni sýningu?
Var þetta skemmtileg upplifun?
Skelfileg? Leiðinleg? Dramatísk?
Myndum við vilja annan miða eða heimta endurgreiðslu?

Ef heimurinn myndi enda rúmri klukkustund eftir þessa sýningu stúdentaleikhússins?
Ef Reykjavík myndi sökkva í risavaxinni flóðbylgju?
Ef loftsteinn skylli á okkur?
Eða eldstormur sem bærist frá sólinni með hendi guðs?

Værum við sátt við okkar hlut?
Værum við ánægð eða óánægð?
Myndum við púa eða klappa fyrir verkinu?
Myndum við panta miða í næsta heim eða segja þetta gott í bili?

Ég vona að verkið hjálpi ykkur að finna bæði svör og góða skemmtun.

Snæbjörn Brynjarsson,

leiklistarmaður